Tómatsúpa

Blogg tvo daga í röð! Ég get svo svarið það …

Svo að það sé á hreinu mun ég ekki setja inn eigin uppskriftir í hvert skipti sem ég blogga, bara deila matamenningunni heima hjá mér og auðvitað gleðinni og ástríðunni með ykkur!

Við skulum halda áfram í súpunum. Þær eru það besta sem ég veit og ég get borðað súpur alla daga án þess að fá leið á þeim. Yfirleitt elda ég ekki súpur eftir uppskrift en ég skoða mjög oft uppskriftir til að fá hugmyndir, að hvers kyns réttum. Uppáhaldsbloggið mitt (fyrir utan eigið, augljóslega) er Ljúfmeti og lekkertheit. Það er eitthvað við það. Þar fann ég uppskrift að tómatsúpu sem ég fæ ekki nóg af. Öllum finnst hún góð heima hjá mér og hún er virkilega einföld og fljótleg, sem er alltaf kostur. Ég verð að deila gleðinni með ykkur: http://ljufmeti.com/2015/02/24/mogulega-besta-tomatsupa-i-heimi/

Ég breytti henni pínulítið, hafði heilan lauk og aðeins meiri hvítlauk. Bæði er það gott og þannig fékk ég tækifæri til að sýna ykkur aðra eldhúsgræju sem ég dýrka en gleymi mjöööög oft að nota, samanber fyrri orð um áráttu fyrir því að nota bara skurðarbretti og hníf. Þetta er svaka flott tupperware tryllitæki sem saxar allt mögulegt fyrir þig. Ég tók til dæmis laukinn og skar í fjóra báta og henti ofan í, togaði svo í spotta, aftur og aftur, rétt eins og ég væri að koma mótor í gang, og hvað fékk ég? Svo fínt saxaðan lauk að ég hefði aldrei náð að saxað neitt þessu líkt.

2015-10-14 18.31.09   2015-10-14 18.32.05

Mér finnst skipta öllu máli að nostra við lauksteikinguna, ekki grín, svo ég setti smjörklípu í pott og slettu af ólivuolíu með svo að ég gæti látið laukinn malla væna stund án þess að smjörið brynni við, olían kemur nefnilega í veg fyrir það. Annars fór ég að mestu eftir uppskriftinni, ja eða eftir minni. Útkoman var alla vega góð. Ég setti speltpastaskrúfur út í súpuna hennar Röskvu, við vorum bara tvær í kvöldmat, en út í mína fór lárpera, parmesan, ferskt kóríander og svo sterkt ferskt chilli í að ég held að það hafi komið gat á raddböndin, þetta er ekki gott nema það brenni.

2015-10-14 18.56.14

Við Röskvan gerðum svo vel við okkur og fengum okkur svívirðilega dýr ber í eftirrétt, það liggur við að maður borði þessi skemmdu sem læðast með af því að maður tímir ekki að henda neinu. Reyndar fékk Röskva sér tvöfaldan eftirrétt. Í fyrri eftirrétt vildi Röskvan heitast af öllu pastaskrúfur með smjöri, það er það besta sem hún veit. En svo gúffuðum við í okkur bláberjum og jarðarberjum með matreiðslurjóma (mér finnst betra að nota hann en venjulegan rjóma, það er eins og drekka stein, ef það væri hægt) og steviu. Sá sykurstaðgengill hækkar ekki blóðsykurinn eins og hvítur sykur og er kaloríusnauður og ég nota hann oft í staðinn fyrir þann hvíta. Mæli með honum.

2015-10-14 18.40.12

Ef þið ákveðið að prófa þessa súpu segi ég bara verði ykkur að góðu. Núna er ég farin að hekla, húsmóðirin sem ég er.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s