Túnfiskssalat

Það eiga örugglega allir sína uppskrift að túnfiskssalati. Nema ég sem þarf alltaf að breyta til. Ég geri reyndar mun oftar eggjasalat því að stelpunum mínum finnst það betra og mér finnst það mjög fínn prótíngjafi handa þeim, t.d. með máltíð eins og grjónagraut. Eða bara af því að það er gott. Mundi öruggulega gefa þeim soðin egg ef þær fúlsuðu ekki við þeim. Ég borða eiginlega alltaf linsoðið egg og lárperu í morgunmat og það er heimsins besti morgunmatur. Fullkomin samsetning og ég er vel södd fram að hádegi. Þótt ég borði bara eitt egg lifi ég þetta af. Stundum hef ég ekki tíma til að borða linsoðna eggið með skeið ef ég þarf að drífa mig af stað með Röskvu í skólann. Þá kæli ég eggið svo ég skaðbrenni mig ekki og set það allt upp í mig í einu. Ok, það gerðist einu sinni. Ég er ekki að hugsa um að gera það aftur. Ég borða þessi litlu brúnu egg frá hamingjusömu hænunum, sem betur fer, ég held að eitt stórt hvítt egg í heilu lagi hefði staðið í mér.

En ok! Túnfisksalat. Í þetta skiptið fór í salatið:

3 egg (ekki harðsoðin, aðeins minna soðin, það er best)

1 dós af túnfisk í vatni

2 msk. mæjones

2 msk. 5% sýrður rjómi

1/3 hluti af lauk

1 msk. tómatsósa

1 tsk. dijonsinnep

1 tsk. steikarkrydd

1 tsk. marjoram

1/4 tsk. karrý

salt eftir smekk

Blandið, smyrjið á eitthvað, njótið. Ég setti mitt á hveitilaust hrökkbrauð. Ofan á fór að sjálfsögðu jalapeno (það er ekki til rétt n á lyklaborðinu, þetta er ekki skrifað svona á spænsku) sem fæst í ediklegi í krukku. Ekki eins sterkur og ferskur en alveg dásamleg viðbót við allt. Ég keypti búnt af fersku kóríander um daginn svo að núna nota ég það í hverja máltíð og það fór líka ofan á. Namm. Að lokum smá salt og pipar. Drakk svo ískalt búst úr frosnum berjum og lárperu með. Núna er það kaffibolli.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s