Núðlusúpa handa Sprundinni

Ég var búin að ákveða að gera núðlusúpu eins og Sprundinni minni finnst svo góð í kvöld. Samt vissi ég að hún væri á kvöldvakt. Ég bara klára ekki alltaf allar hugsanir. Hef líklega hugsað með sjálfir mér þegar ég gerði innkaupalistann og matarplanið í vikunni að ég ætlaði að hafa núðlusúpu og svo kíkt á vaktaplanið og séð að hún væri að vinna og svo          Já, einhver eyða. Ég hef farið að hugsa um eitthvað annað og ekki klárað hugsunina sem hefði líklega falið í sér að ég hefði komist að þeirri niðurstöðu að betra væri að hafa súpuna einhvern annan dag. Stelpunum finnst hún ekkert spes. Og svo ákvað Röskva að borða hjá vinkonu sinni. Og Rakel fór til vinkonu sinnar. Þannig ég var eina að vesenast með eitthvað lime og dót.

En Hrund lofaði að fá sér þegar hún kæmi heim. Mér fannst súpan klikkað góð. Og Rakel líka! Bragðskynið er alltaf að breytast, eins og ég messa alltaf yfir henni þegar hún er að gubba yfir einhverju sem henni finnst vont, og aldrei að vita hvenær manni fer að finnast eitthvað gott sem manni fannst áður horbjóður. Rakel borðar til dæmis núna beikon, það er auðvitað nauðsynlegt að hún borði beikon eins og við hinar, túnfiskssalat og núðlusúpu.

Ætli einhver leggi það á sig að lesa þetta blaður til að komast að uppskriftunum? Eða skrunið þið bara niður? Ég skil það alveg.

Ég hef skoðað margar uppskriftir að núðlusúpum og það er ein á Ljúfmeti og lekkerheit sem kemur sterkt inn. Ég geri oft mjög svipaða þótt ég fylgi ekkert uppskriftinni, sem má finna hér : http://ljufmeti.com/2013/10/30/nudlusupa-i-bodi-jakobs/

Mín mjög svo keimlíka en samt ekki alveg eins útgáfa í kvöld var svona:

500 g kjúklingafilé

2 msk. sesamolía

2 msk. tamarisósa

1/2 hvítlaukur (þessi sem er einn heill stór geiri)

sesamfræ

kjúklingakrydd eftir smekk

Byrjum á kjúklingnum. Ég skar hann niður og hafði hann í marineringu á kaldri pönnunni í 30 mín. Velti honum upp úr sesamolíu og tamarisósu og reif hvítlaukinn yfir, hrærði saman við hann sesamfræjum, setti lokið á pönnuna og hitti pabba á Skype á meðan ég beið. Eftir spjallið steikti ég kjúklinginn þar til hann var steiktur í gegn og ekki sekúndu lengur, þoli ekki þegar ég steiki kjúkling of mikið. Mér finnst gott að krydda með smá kjúklingakryddi á meðan ég steiki en það er ekkert nauðsynlegt.

2015-10-18 17.40.02

Þetta er augljóslega fáránlega illa tekin mynd en ég vildi sýna ykkur olíuna og sósuna sem ég nota, hvort tveggja frá himneskri hollustu. Þessi sesamolía er sú allra besta, að steikja upp úr henni er unaður, unaður segi ég, þvílíkur dásemdarilmur. Tamarisósan er mjög braggóð, ekki eins  rosalega sölt og soyasósan en annars ekki svo ólík henni á bragðið.

Þá er það súpan:

5 cm af púrrulauk

1/2 hvítlaukur

1-2 msk. sesamolía

1 msk. curry paste (fæst til dæmis í Bónus)

1 stór dós kókosmjólk

4 dl vatn

2 msk. hnetusmjör

2 msk. lífrænn grænmetiskraftur (eða einn teningur)

1 msk. ostrusósa

1 msk. fiskisós

1 msk stevia (eða venjulegur sykur)

Saxið púrruna og rífið hvítlaukinn á rifjárni út í olíu og steikið við vægan hita.  Ef þið eigið ferskt engfer mundi ég rífa lítinn bút út í með lauknum. Ég gleymdi hins vegar að kaupa engifer um daginn og þess vegna er það ekki í uppskriftinni. Bætið karrýmaukinu út í og  steikið þar til eldhúsið er farið að ilma af sterku karrý. Hellið kókosmjólkinni og vatninu út í og hrærið. Bætið við krafti, hnetusmjöri, sósum og sykri og hleypið suðunni upp. Og tilbúið! Ég átti bara litla dós af kókosmjólk og hafði því meira vatn en súpan er betri með meiri kókosmjólk, finnst mér. En hún var samt æðislega góð. Ég sauð svo núðlur (veljið ykkur tegund sem ykkur finnst góð, þetta voru hveitinúðlur en það er líka hægt að kaupa eggja- eða hrísgrjónanúðlur) handa Rakel og setti fullt af þeim í skál, fullt af kjúklingi og smá súpu yfir handa henni. Ég fékk mér fulla skál af súpu með slatta af kjúklingi og sleppti núðlunum. Út í mína súpu setti ég spírur, kasjúhnetur, ferskt chillí og kóríander og lime. Mér finnst alveg lykilatriði að bæði kreista mikið lime yfir og setja sneið eða bát af því út í súpuna.

2015-10-18 19.21.46

Ég ætlaði að hafa alveg svaðalega góða hveitilausa franska súkkulaðiköku með berjasósu og vanillurjómakremi í eftirrétt en svo nennti ég ekki að baka, ótrúlegt en satt. Ég bakaði vöfflur með tveimur 6 ára fyrr um daginn og lét það bara duga. Annars mæli ég eindregið með því að nota matarlit í bakstur. Það er svo fjári skemmtilegt. Besti matarlitur sem ég hef prófað er gelmatarlitur, sem fæst til dæmis í Allt í köku. Ég notaði bláan í vöfflurnar og bleikan í rjómann. Svo gaman að borða þetta. Þarf svo lítið til að gleðja mig. Fékk líka í fyrsta skipti vöfflu með Nutella á Slippbarnum í sumar og það var ákveðin opinberun.

Blá vaffla með Nutella og bleikum rjóma á sunnudegi. Svalur og bjartur haustdagur með laufblöðum um allt hús og barnhlátri í hverjum krók og kima. Það er hamingja.

2015-10-18 12.16.18 2015-10-18 12.06.29 2015-10-18 12.18.20

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s