Bananapönnsur

Ég hræri oft í bananapönnsur handa stelpunum. Þær eru góðar í dögurðinn og ég nota þær líka stundum í kvöldmat. Þær eru sykurlausar og ég nota spelt þannig að þær sleppa alveg sem kvöldmatur stöku sinnum með til dæmis góðu bústi.

Í gær var ég í tvöföldum zumbatíma og kom í seinna fallinu heim og þá er gott að hafa eitthvað einfalt þegar ég skríð löðursveitt inn. Ég gerði svona pönnsur og sauð frosin ber með með smá hungangi til að hafa út á. Við áttum enn þá smá eftir af bleika rjómanum síðan á sunnudaginn sem gerði matinn ekki bara bragðgóðan heldur fallegan. Svo skellti ég í búst úr hreinni súrmjólk, lárperu, spínati, banana, peru og berjum. Þetta er alveg stútfullt af næringu og seðjandi.

Uppskriftina að pönnsunum fann ég einhvern tíma á netinu, ekki man ég hvar, en takk þú sem átt heiðurinn að uppskriftinni.

5 dl spelt

4 tsk. vínsteinslyftiduft

1/2 tsk. salt

2 tsk. kanill

3-4 dl mjólk

2 egg

2 msk. olía

3 stappaðir bananar.

Blandið öllu saman og steikið á pönnu. Ég steiki allt á Jamie Oliver pönnunni minni, nema íslenskar pönnukökur. Þetta er djúp panna og húðuð með efni sem ekkert loðir við, ekki tefloni heldur því sem kom seinna og á ekki að vera eins eitrað. Elska þessa pönnu. Ég reyndi að taka mynd af henni en hún kemur illa út, sem pannan á ekki skilið, svo þið ímyndið ykkur hana bara.

Ég gerði svo eina pönnuköku bara fyrir mig án hveitis. Stappaði einn banana og hrærði saman við eitt egg og steikti í smá kókosolíu. Algjört sælgæti.

2015-10-19 19.49.52

2 thoughts on “Bananapönnsur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s