Linsubaunasúpa og hversdagslengja

Ég er hætt í ólympísku lyftingunum í bili og læt zumbað duga, bæti við mig þar en er samt meira heima og finnst ég hafa allan tímann í heiminum. Þá baka ég, það er bara þannig. Í kvöldmat hafði ég linsubaunsúpu og ilmandi hversdagslengju á eftir.

Linsubaunasúpur eru snilld. Þær eru ódýrar og ótrúlega næringarríkar. Ég kaupi linsubaunir frá Himneskri hollustu (eða heitir þetta bara Himneskt?) og geri súpu úr heilum poka. Ég fæ mikið magn af súpu en ég frysti alltaf restina og ég gleymi henni aldrei þar, mjög þægilegt að geta gripið í tilbúna súpu. Kvöldið áður en ég ætla að hafa súpuan tæmi ég pokann í skál, helli vatni í skálina þannig að fljóti yfir baunirnar og set tvær teskeiðar af matarsóda út í. Ekki veit ég af hverju maður á að gera það, það bara stendur aftan á pakkanum. Að leggja baunirnar í bleyti styttir suðutímann gífurlega. Þegar ég kom heim skolaði ég baunirnar vel og skellti í pott og á eftir fór:

1 lítri vatn

2 msk.  lífrænn grænmetiskraftur

1 tsk. karrý

1 tsk. cumin

1 tsk. hvítlauksduft

1/4 tsk. paprika (kryddið, ekki fersk)

1/4 tsk. reykt paprika

slatti af fersku kóríander

250 g beikon

Fyrst bætti ég við vatninu og kryddinu og lét sjóða í um 10 mín. Síðan klippti ég beikonið út í og sauð í aðrar 10 mín. Eins og svo oft eru þessi krydd ekkert heilög, ég gerði þessa súpu örugglega allt öðruvísi síðast. Ég nota líka oft kókosmjólk í hana og stundum hef ég meira vatn, súpan var mjög þykk núna. Það er eiginlega ekki hægt að klúðra þessari súpu svo að leikið ykkur aðeins með kryddið. Eins og áður hefur komið fram keypti ég búnt af fersku kórander í síðustu viku og hef síðan notað það í næstum hvern einasta rétt. Mér finnst það bara svo gott. Líkt og sést á myndinni er það orðið svolítið lúið en bragðbgott engu að síður. Ég var svo að sjálfsögðu með ferskt chilli í minni súpu. Þetta lítur út eins og drulla í skál en ég mana ykkur til að prófa þessa súpu, hún er lostæti.

2015-10-20 18.44.26

Hversdagslengjan er í miklu uppáhaldi hjá öllum. Hana lærði ég að gera í heimilisfræði í barnaskóla og hef bakað hana þúsund sinnum síðan. Ég set stundum rúsínur í deigið og stundum súkkulaði, stundum hvorugt og stundum hvort tveggja. Stundum bæti ég við eplum og oft strái ég kanilsykri ofan á. Það er heldur ekki hægt að klúðra þessari uppskrift. Látið mig samt vita ef ykkur tekst það, haha. Ég hef ekki enn gefið mér tíma í að smakka þá sem ég bakaði áðan en stelpurnar borðuðu þrjár sneiðar og það segir allt sem segja þarf. Hrund sagði að hún mætti vera sætari en þá er hún líklega nákvæmlega eins og ég vil hafa hana svona á þriðjudegi, bæði hversdagslengjan og Hrund.

3 og 1/2 dl hveiti (eða spelt, ég nota það alltaf)

1 1/2 tsk. lyftiduft (ég nota alltaf gerlaust lyftiduft eða vínsteinslyftiduft)

3/4 dl sykur

1/2 tsk. kardimommudropar

100 g brætt smjör

1/2 dl rúsínur (og jafnvel súkkulaði)

1 egg

3/4 dl mjólk.

Blandið öllu saman í skál með sleif. Best að setja rúsínur og súkkulaði út í síðast. Deigð var svo heitt af því að ég var nýbúin að hella smjöri yfir allt að þegar ég bætti súkkulaðinu út í bráðnaði hluti af því og kakan varð súkkulaðibrún. Maður er nú ekkert að kvarta yfir því. Ég notaði 70% súkkulaði til að halda sykrinum í lágmarki. Mér finnst best að setja deigið í sílikonform, ég á formkökuform (er þetta orð?) sem ég nota mikið og ég mæli svo mikið með sílikonformum t.d úr Kokku, ég á þau í nokkrum stærðum og það er bara of þægilegt. Bakið kökuna við 200 gráður í 20 mín. og fáið ykkur eina volga sneið með mjólk. Ef það er til mjólk hjá ykkur. Það er engin mjólk til hér, bara kaka og vatn í boði.

2015-10-20 18.14.28  2015-10-20 20.18.52

2 thoughts on “Linsubaunasúpa og hversdagslengja

  1. Snúðarnir þögnðu og gúffuðu í sig. Það þýðir að þessi verður elduð aftur. Hefði sjálf ekki trúað því hvað súpan er góð.
    Hversdagslengjan er í ofninum og lofar góðu. Ég ákvað að kalla hana rúsínuköku því ég setti rúsínur í og snúðarnir falla alltaf fyrir þannig markaðssetningu.

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s