Kjúklingaleggir með sinnepssósu

Suma laugardaga er ég alveg í stuði til að vera með mat sem tekur langan tíma að elda og er flókinn. Mér finnst samt sunnudagarnir betri í það og annan hvern sunnudag býð ég mömmu og systkinum mínum og stundum ömmu eldgömlu í mat. Það er yndisleg og skemmtilegt hefð, finnst mér. Svo baka ég líka alltaf eitthvað um helgar, yfirleitt sunnudagsköku og svo eitthvað með kaffinu eða dögurðinum. Mikið hlýtur að vera gaman að eiga mig sem mömmu. Á laugardögum er ég yfirleitt eitthvað á fartinni og þá finnst mér gott hafa eitthvað fljótlegt. Í þetta skipti urðu kjúklingaleggir fyrir valinu, þeir eru ódýrir og mjög einfaldir í eldun.

Það er enginn að fara að finna upp hjólið, held ég, þegar kemur að því að elda kjúklingaleggi, svo þið hafið örugglega séð svipaða uppskrift og hér að neðan á mörgum stöðum. Ég fékk hugmyndina að því að nota soyasósu (eða Tamari) og smjör á Eldhússögum, sem er alveg frábært matarblogg. Þessi uppskrift dugir fyrir fjóra svanga (tvo fullorðna og tvö börn) og ekki ólíklegt að það verði afgangur af leggjunum. Meðlætið miðast við þrjá þar sem við erum þrjár í kotinu þessa helgi, en þið bætið bara við ef þið eruð fleiri. Það sem þið þurfið:

1 kg kjúklingaleggir

25 g smjör

3 msk tamarisósa

kjúklingakrydd

ólífuolía

Hellið ólífuolíu í botninn á eldföstu móti þannig að þeki botninn, þetta eru kannski 3-4 msk. Setjið kjúklingaleggina í mótið og kryddið vel. Það er gott að velta leggjunum á meðan þið kryddið svo að þeir séu vel þaktir kryddinu, við ætlum ekkert að hafa þetta bragðlaust! Bræðið smjörið og hellið yfir leggina og dreypið tamarisósunni þar yfir. Látið marínerast í 30 mín., það er ekki nauðsynlegt en alltaf betra. Leggirnir þurfa 30-40 mín. í 180° heitum ofni með blæstri. Ég setti meðlætið með í ofninn og hafði það jafn lengi og leggina. Meðlætið var líka einfalt, ekkert flókið á laugardögum:

4 gulrætur

1 laukur

ólífuolía

salt og pipar

rósmarín

Skerið gulræturnar í tvennt og helmingana aftur í tvennt, jafnvel þrennt ef gulræturnar eru þykkar. Skerið laukinn í báta og raðið þessu tvennu í eldfast móti. Hellið ólífuolíu yfir og kryddið með salti, pipar og rósmarín.

2015-10-31 17.05.08   2015-10-31 18.02.44

Ég gerði sinnepssósu með þótt það þurfi varla, það dugir alveg að hella soðinu af leggjunum í sósukönnu og skella með á borðið, en mig langaði að búa til eitthvað meira. 2015-10-31 17.06.48

3 msk mæjónes

2 msk franskt sinnep

2 msk hunang

Ég mæli með því að hafa sósuna í kæli á meðan leggirnir og grænmetið eldast. Þegar allt er tilbúið er bara að hrúga á disk og njóta. Einfalt og gott.

2015-10-31 18.40.29

2 thoughts on “Kjúklingaleggir með sinnepssósu

  1. Ég er svo léleg að nota leggi! Þarf að vera duglegri við það. Takk fyrir þessa frábæru hugmynd. Ég get ekki sagt það nógu oft hvað mér finnst gaman að lesa bloggið þitt. Takk 🙂

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s