Gulrótarfiskur

Ok, ég er að gefast upp á því hvað ég er tæknifötluð. Ég er búin að leita og leita en ég finn ekki hvar ég get búið til uppskriftaflokka. Þetta stefnir í tómt kaos, eða eyðingu bloggsins. Ég vil bara vera með svuntu og skrifa uppskriftir á blað með penna. En þá væri aðeins erfiðara að deila þeim með ykkur. Plís, einhver verður að hjálpa mér. Ég er líka viðbjóðslega óþolinmóð, ef ég finn ekki hluti strax í tölvu bara bilast ég og fer að gera eitthvað annð.

En þá að fisknum. Ég er ekkert klár í að elda fisk  og finnst bara tóm snilld að fara í fiskbúð og velja mér rétti úr borðinu eins og ég sé að fá mér bland í poka. En stundum geri ég fiskrétti sjálf og þessi uppskrift hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan í gagnfræðiskóla. Þvílík heimilisfræðikennsla þar. Elskaði þessa tíma.

Eitt uppáhaldskryddið mitt er estragon. Ég slefa. Bernaisósa væri ekkert án þess.  Ekki þessi fiskréttur heldur. Þess vegna var ég gráti næst þegar ég fattaði að estragonið var búið. Fékk mér nokkra sopa af rauðvíninu og ákvað svo að nota smá þurrkaðan graslauk og marjoram. Rétturin var alveg góður en samt … Ekki gera þetta. Ekki elda réttinn án þess að eiga estragon.

2 roðflett ýsuflök eða þorskflök

2-3 stórar gulrætur2015-11-05 18.46.44

1-2 laukar

væn klípa smjör

1 dós sýrður rjómi

1 dl tómatsósa

estragon, pipar og salt

Saxið laukinn og steikið í smjörinu. Ég nota yfirleitt um 500 g af fiski fyrir okkur fjórar og læta einn lauk duga. Ekki spara smjörið of mikið, það er bara hundleiðinlegt. Laukur og smjör er pottþétt blanda, því lengur sem þið steikið laukinn þeim mun sætari verður hann. Ég læt laukinn malla á vægum hita á meðan ég ríf niður gulræturnar. Ekki heldur spara gulræturnar, þetta verður að guðdómlegu gumsi. Bætið gulrótunum út í og steikið stutta stund í viðbót eða á meðan þið tæmið dós af sýrðum rjóma í skál (mér finnst gott að nota 10 eða 18%) og hrærið tómatsósuna út í. Mér finnst líka gott að setja vel af tómatsósunni, þannig að sósan verði bragðmikil, en þið farið bara eftir ykkar smekk, já, eða eftir uppskriftinni, eitthvað sem mér er greinilega fyrirmunað. Hellið sósunni út á pönnuna og blandið vel saman. Setjið estragon út í. Ég mundi setja mikið, 1-2 msk., aðrir láta 1 tsk duga, byrjið á því og smakkið sósuna  til. Leyfið sósunni svo að sjóða við vægan hita á með þið græið fiskinn. Skerið flökin í bita og piprið og saltið. Hleypið suðunni á sósunni upp, komið stykkjunum fyrir í sósunni á pönnunni (ég þarf alltaf geðveikt að raða, pannan mín er ekkert mjög stór), passið að sósan fljóti yfir, slökkvið undir pönnunni  og látið vera í 10 mín. Tilbúið!

Svo er auðvitað hægt að fá sér hrísgrjón eða kartöflur með, við slepptum því. Röskva fékk sér poppkex með, Rakel flatköku og ég var bara sátt án alls, fékk mér vel af sósu og gumsi. Fiskurinn einhvers staðar þar undir. Rakel hjálpaði mér að elda, henni finnst þessi réttur æði. Myndirnar gera réttinum ekki góð skil, veit ekki hvað gerðist þarna. Var í áfalli yfir estragonleysinu líklega.

2015-11-05 18.48.00 2015-11-05 19.06.46

One thought on “Gulrótarfiskur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s