Steiktir bananar

Bananar eru bestir, það er bara þannig. Mér finnst rosalega gaman að gera eftirrétti og geri þá oft og iðulega, líka á virkum dögum, alla vega einu sinni, en reyni þá að hafa þá ekki of óholla. Það er svo  ótrúlega notalegt setjast aftur við eldhúsborðið með stelpunum mínum eftir að við erum búnar að ganga frá eftir matinn. Ungarnir komnir í náttfötin og ró í mannskapinn.

Röskva er algjör bananaæta og einu sinni þegar ég tók út allar mjólkurvörur hjá henni, ástæðan er efni í annað blogg sem ég ætla ekki að stofna, lá ég á netinu og reyndi að finna eitthvað einfalt og mjólkurlaust í eftirrétt og datt niður á fullt af uppskriftum að steiktum bönunum. Ég endaði á því að gera banana sem ég hjúpaði með hveiti og kókosmjólk og steikti í kókosolíu. Þetta var brjálæðislega gott og hefur verið í uppáhaldi síðan. Ég ætlaði að gera svona banana áðan, þetta er í fyrsta skipti í vikunni sem ég kem bara heim eftir vinnu og er heima en ekki á æfingu eða að sinna félagslífi barnanna, ég var alveg komin heim að verða sex, eldsnemma, og þá hef ég auðvitað eftirrétt. En ég átti enga kókosmjólk. Fyrst eldaði ég fisk og átti ekki rétta kryddið í hann og svo átti ég ekki kókosmjólk. Það er allt að fara til fjandans hjá mér! Ne, nei, ég læt aldrei neitt svona stoppa mig svo ég gerði aðra útgáfu af steiktum bönunum.  Það er fínt að miða við 1 banana á mann og þar sem við vorum þrjár er sósan nóg á 3 banana. Gjörið þið svo vel:

Skerið bananana í tvennt og hvern helming langsum í þrennt. Steikið við frekar háan hita í 1 msk af kókosolíu á pönnu í um 3 mín. á hvorri hlið eða þar til bananarnir hafa brúnast aðeins. Á meðan bananarnir steikjast gerið þið sósuna:

2015-11-05 19.58.24

1 msk kókosolía

2 msk hnetusmjör

1 tsk hunang

1 tsk kakóduft

1/2 tsk kanill

1/2 tsk salt

Blandið saman við vægan hita í potti. Þegar bananarnir eru tilbúnir er bara að setja þá í skál og hella sósunni yfir. Stelpurnar máttu vart mæla, þeim fannst þetta svo gott. Þá voru þær búnar að koma nokkrum sinnum inn í eldhús á meðan ég var að steikja bara til að anda að sér ilminum. Það er góð einkunn.

One thought on “Steiktir bananar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s