Súpernachos með kjúklingi

Nýrnabaunir eru eitt það besta sem ég veit. Þær kenndi pabbi mér að borða. Hann notar þær í allt og súpan hans úr nýrnabaunum með eggi er bara það besta sem ég hef nokkurn tíma smakkað, án efa. Ég er ekki eins klár að elda þessar baunir og hann en ég er að æfa mig. Ég var búin að ákveða að hafa nachos í dag og vildi hafa baunir með og lagði þær því í bleyti í gær. Ég setti þrjá dl í pott og lét vatn fljóta vel yfir.  Þetta er mikið af baunum en ég ætla að gera súpu úr þeim á morgun og vildi því gera vænan skammt. 1 dl dugir bara fyrir nachosið. Ég skar einn kvínverskan hvítlauk, eða 4 geira, út í og setti eina tsk af cumin með. Um leið og ég kom heim í dag kveikti ég svo undir pottinum, bætti fullt af fersku kóríander út í og kreisti sítrónu yfir, kannski 1 msk. Baunirnar þurfa alveg 2 tíma  í suðu og ef þið hafði ekki þann tíma getið þið notað baunir úr dós, ekki það sama en það má alltaf redda sér.

Á meðan baunirnar suðu græjaði ég nachosið. Athugið að þessi uppskrift er fyrir 4-6, við vorum þrjár að borða og eigum slatta í afgang.

Ég byrjaði á kjúklingnum:

500 g kjúklingafilé

1 saxaður rauðlaukur

smjörklípa

ólífuolía

kjúklingakrydd eða annað krydd að eigin vali

Ég skar kjúklinginn í litla bita og steikti á pönnunni með lauknum í smjöri og óífuolíu þar til bitarnir voru steiktir í gegn. Ég kryddaði með kjúklingakryddi og salti og kryddaði vel, ég þoli ekki bragðlausan kjúkling. Þegar kjúklingurinn var tilbúinn slökkti ég undir pönnunni og tók hana af hellunni og sneri mér að guacamolinu:

4 litlar þroskaðar lárperur (þessar sem fást í neti)

1/2 kínverskur hvítlaukur (2 venjulegir geirar)

safi úr 1/2 sítrónu

1 lítil dós kotasæla

1 tsk salt

Ég sé að ég hef skrifað uppskriftina einmitt í þeirri röð sem ég geri hlutina. Fyrst sker ég hverja lárperu í tvennt, fjarlægi steininn og sker svo tvær rendur langsum í hvorn helming og þrjár rendur þvert yfir. Þegar ég skef kjötið úr hýðinu með skeið er það þá þegar í bitum og auðveldara að mauka það. Ég veit ekkert hvort þið skiljið mig. Þið getið líka bara skafið kjötið beint úr hýðinu í skál og stappað svo, mér finnst samt alltaf betra að hafa smá bita, ekki alveg maukað. Þegar kjötið er komið í skálina rífið þið hvítlaukinn út í, kreistið sítrónu yfir, blandið kotasælunni saman við og saltið að lokum. Setið maukið í ísskáp á meðan þið gerið restina. Þið þurfið:

1 stóran poka nachos

350 ml krukku af salsa

1 dós af 5% sýrðum rjóma

rifinn ost

Setjið bökunarpappír á plötu og þekjið með nachosi. Ristið við 130° með blæstri í nokkar mínútur eða þar til snakkið hefur tekið smá lit, takið þá plötuna út úr ofninum. Stráið rifnum osti yfir heitt nachosið og dreifið kjúklingi þar ofan á. Hellið salsanu yfir allt saman og sýrða rjómanum ofan á salsað. Toppið með osti. Bakið við 160° með blæstri í 10 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.

2015-11-06 19.31.19 2015-11-06 19.32.07

Ég notaði stóra skeið til að ná mátulegum skömmtum af plötunni og færa á disk. Ég stráði svo ilmandi nýrnabaunum yfir nachosið og hafði rauðlauk, ferskt kórander, ferskt chilli og sýrðan rjóma með. Eftir á að hyggja hefði ég alveg verið til í meira salsa með svo að næst mun ég kaupa stærri krukku.  Hrikalega gott. 2015-11-06 20.06.07

2 thoughts on “Súpernachos með kjúklingi

  1. Mmmm…ég á einmitt nýrnabaunir í skúffunni en kann ekkert að nota þær. Núna er komið kjörið tækifæri til þess. Takk fyrir þessar frábæru hugmyndir! 😀

    Liked by 1 person

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s