Anna Lisas-kaka

Þessi kaka er stórmerkileg. Fyrir það fyrsta hefur þetta alltaf verið uppáhaldskakan mín. Og margra annarra. Í hvert skipti sem ég hef bakað hana og borið fram hef ég verið beðin um uppskrift og Elísabet systir mín var einmitt að segja mér það sama áðan, það kalla þetta allir kökuna hennar Elísabetar í hennar vinahópi því að uppskriftina hafa þeir fengið frá henni. Svo fyrir einhverjum árum fór ég að sjá svipaða uppskrift alls staðar, líklega þegar matarbloggin fóru að spretta upp. Þangað til hafði ég aldrei einu sinni smakkað svona köku hjá öðrum en fjölskyldunni minni en núna má finna uppskrift að sænskri kladdköku hvar sem er.

Mér finnst þetta svo merkilegt því að uppskriftina sem ég nota komst mamma mín yfir í Svíþjóð 1978 þegar hún bjó þar. Þá var það vinnufélagi mömmu sem heitir Anna Lisa sem kom með umrædda köku í vinnuna og mamma fékk uppskrift og vélritaði á blað, Anna Lisas-kaka. Þegar ég flutti að heiman fyrir 10 árum var þessi uppskrift sú fyrsta sem ég skrifaði hjá mér. Og núna er hún úti um allt! Það er allt í lagi ef ykkur finnst þetta ekki merkilegt, mér finnst það samt.

Alla vega á þessi kaka alltaf við. Ef hún tekst vel er hún mjög blaut og pínulítið seig, eins og karamella. Ég gerði tvöfalda uppskrift fyrir sunnudagsmatinn áðan, enda dugir ekkert minna fyrir 8 átvögl. Uppskriftin mín er að sjálfsögðu á sænsku en ég skal snara henni yfir á íslensku fyrir þá örfáu sem ekki eiga hana nú þegar:

2 egg

3 dl sykur

2 1/2 tsk vanillusykur

4 msk kakóduft

1/2 tsk salt

1/2 dl hveiti

1 dl brætt smjör (100 g)

1 tsk lyftiduft

Hrærið egg og sykur saman. Blandið hinum hráefnunum saman við. Bakið við 150° á blæstri (175° án blásturs) í 30-40 mín.

Ekki baka kökuna of lengi! Bara ekki gera það. Hún á lyfta sér vel og á svo að falla. Þegar það hefur gerst sting ég prjóni reglulega í kökuna, þegar ég sé að hún er hætt að vera deig en er samt enn þá vel blaut kippi ég henni út.

Hú er auðvitað góð með öllu en þar sem ég er engin rjómakona hafði ég ís með og jarðarber og hindber. Ég rétti náði að forða síðasta bitanum handa ástkærri eiginkonunni sem er að vinna. Ég veit ekki hvað er með þessar myndir úr fókus hjá mér þessa dagana, afsakið það.

2015-11-08 19.03.36

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s