Guacamole

Pabbi kenndi mér að gera guacamole, eins og svo margt annað í eldhúsinu. Hann er besti kokkur sem ég veit um og eldar af svo mikilli ástríðu að það er dásamlegt að fylgjast með honum. Bestu stundirnar mínar með pabba hef ég átt með honum í eldhúsinu, alveg frá því að ég var ponsupeð og enn þá er það þannig. Ég hugsa alltaf til hans þegar ég elda. Um leið og eldhúsið fer að ilma af hvítlauk, sítrónum og kóríander skellur nostalgían á mér eins og flóðbylgja.

Ég nota guacamole með hakkréttum, súpum, kjúklingi og svo er það gott bara beint upp úr skálinni. Hér að neðan er það ásamt öðru meðlæti sem ég hafði með súpernachosi með kjúklingi, ómissandi með því eins og öðru.

2015-11-06 19.15.11

4 litlar þroskaðar lárperur (þessar sem fást í neti)

1/2 kínverskur hvítlakukur (2 venjulegir geirar)

safi úr 1/2 sítrónu

1 lítil dós kotasæla

1 tsk salt

ferskt kóríander

Uppskriftin er í þeirri röð sem ég geri hlutina. Fyrst sker ég hverja lárperu í tvennt, fjarlægi steininn og sker svo tvær rendur langsum í hvorn helming og þrjár rendur þvert yfir. Þegar ég skef kjötið úr hýðinu með skeið er það þá þegar í bitum og auðveldara að mauka það. Ég veit ekkert hvort þið skiljið mig. Þið getið líka bara skafið kjötið beint úr hýðinu í skál og stappað svo, mér finnst samt alltaf betra að hafa smá bita, ekki alveg maukað. Þegar kjötið er komið í skálina rífið þið hvítlaukinn út í, kreistið sítrónu yfir, blandið kotasælunni saman við og saltið að lokum. Það er rosaleg gott að setja ferskt kórander út í en bara ef þið eigið það til og bara ef þið fílið það. Setjið maukið í ísskáp í að minnsta kosti 30 mín. áður en þið borðið það. Pabbi segir að það sé alveg nauðsynlegt og það er það. Mæli með því að nota þetta með nánast öllu.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s