Súpa úr nýrnabaunum með eggi

Þessi súpa er mjög er eitthvað sem þið getið líklega fengið á flestum stöðum í latinoamerica. Ég nýt góðs af því að eiga latinopabba, hann hefur kennt mér ýmislegt sem ég hefði aldrei annars lært. Nýrbaunir eru dagleg fæða í Nicaragua, þaðan sem pabbi er, og að mér finnst algjört sælgæti. Ég bjó og vann um tíma í Costa Rica og þar var svona súpa í hverju einasta hádegi í skólanum þar sem ég vann. Ég ferðaðist um alla Mið-Ameríku og meðal annars hitti ég fjölskylduna mína í Nicaragua í fyrsta skipti. Amma vildi, eins og allar aðrar ömmur, að ég borðaði nú eitthvað og ákveð að gera vel við mig og bjóða mér kornflex í fyrsta skipti sem ég gisti hjá henni. Ég bað vinsamlega um að fá bara það sama og hinir og fékk disk með baunum, eggjum og plátano, sem eru grænir banar, ekki mjög sætir. Plátano er nr. 1 á listanum mínum yfir besta mat sem ég hef smakkað, hvort sem það er plátano frito með morgunmatnum eða þurrkað plátano, stökkir bitar með salti. Ég dey. Þetta er svo gott.

Fyrir tveimur árum var pabbi í heimsókn hjá okkur og eldaði súpu úr nýrnabaunum sem var svo góð að hvorki ég né litla systir, sú baunaæta, höfum jafnað okkur síðan. Mér mun aldrei takast að gera jafn góða súpu en ég er að æfa mig. Um daginn gerði ég súpernachos og hafði baunir með. Ég var búin að ákveð að nýta afganginn í súpu svo ég lagði 3 dl af baunum í bleyti. Það gefur ykkur alveg slatta af baunum með nachosi fyrir 4 og afgang í 2 lítra af súpu. Ég hafði hvítlauk og cumin með baununum á meðan þær voru í bleyti svo að þær tækju bragð og af því að pabbi gerir það alltaf. Ég get ekki ímyndað mér að það stytti suðutímann mikið því að ég hélt að ég mundi gefa upp öndina á meðan ég beið eftir að baunirnar yrðu mjúkar, eftir 2 tíma voru þær rétt ætar en þær urðu svo betri með hverri suðu. Kíkjum á þetta.

3 dl nýrnabaunir

vatn þannig að fljóti vel yfir

1/2 kínverskur hvítlaukur eða 2 geirar

2 tsk cumin

Látið liggja í bleyti yfir nótt. Þegar þið ætlið að sjóða baunirnar bætið þið við:

Sirka 1 lítra af vatni

1/4 af söxuðum rauðlauk

1 dl af fersku kórander

1 tsk af salti

1 tsk af cumin

1 tsk af þurrkuðu kórander

Þið verðið að smakka súpuna til, það er líka skemmtilegra að elda þannig. Daginn eftir að ég sauð baunirnar og hafði með nachosi hafði ég súpuna og sauð baunirnar þá aftur í klukkutíma. Súpan er alveg hrikalega góð með eggi og það gerði ég líka eins og pabbi gerir. Passið að súpan sé sjóðandi heit. Ég braut svo eggið á brúninni á pottinum og setti það út í, ekki láta það leka neitt, bara hendið því út í. Það fer alveg á bólakaf í súpuna en látið það vera þar í kannski 3 mín. Ég vil hafa eggið linsoðið svo að ég hef suðutímann stuttan en ef þið viljið hafa eggið harðsoðið bætið þið nokkrum mínútum við. Þið veiðið svo eggið upp úr með spaða eða ausu, hvítan umlykur eggið og þótt það sé ekki mjög fallegt á að líta er það hrikalega gott. Ausið súpu og baunum í skálina og njótið.

Ég er ekki viss um að ég ætti að vera setja inn myndir, súpan er ekkert girnileg á mynd og svo var ég búin að vera að hamfarakokkast eitthvað á myndinni af súpupottinum með egginu í og slettur á eldavélinni og eitthvað svona sem kannski hæfir ekki alvöru matarbloggum. Á myndinni með súpuskálinni er svo mikil gufa af því að súpan var rjúkandi heit en ég gat ekki beðið eftir því að byrja að borða þannig að ég tók ekki aðra mynd. Mér til afsökunar var ég líka að baka vöfflur á sama tíma, ég er alvöru múltíasker.

2015-11-07 15.22.38-2
2015-11-07 15.26.02

Þegar Hrund kom heim af kvöldvakt sama dag hitaði ég súpuna handa henni og gaf henni með eggi. Baunirnar maukast aðeins við hverja suðu og það er svo sannarlega ekki verra. Daginn eftir hitaði ég súpuna aftur og fékk mér í hádegismat. Enn þá á ég smá eftir að súpunni og ég ætla að borða hana ein.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s