Beikonvafinn kjöthleifur með ostafyllingu

Mig er búið að langa til að gera kjöthleif alveg svakalega lengi, eitt af því sem ég hef ekki gert áður, og ég lét verða af því í gær. Við vorum 8 í mat, þar af 2 börn, og það var smá biti eftir. Ég gerði fullan pott af sósu sem kláraðist og það var haugur af kartöflum og gulrótum með. Í tveimur orðum sagt var þetta dásamleg gott.

Eins og alltaf þegar mig langar að prófa eitthvað nýtt leita ég að hugmyndum á netinu. Ég fann eina góða á matarblogginu Eldhússögum og aðra á Ljúfmeti og lekkerheit og gerði svo mína eigin uppskift og skrifaði hana niður um leið fyrir ykkur. Það er erfitt að elda mat sem ekki er hægt að smakka til, því að ekki langar mig að smakka hrátt hakk, en þetta tókst mjög vel hjá mér. Ég mæli með því að þið prófið.

Hleifurinn:

2015-11-15 17.37.56

1 kg nautahakk

1 saxaður rauðlaukur

1 kínverskur hvítlaukur (eða 3-4 geirar)

2 ristaðar og raspaðar brauðsneiðar

rifinn parmesan (bara ef þið eigið og magn eftir smekk)

1 egg

grænt krydd (ferskt eða þurrkað) ég notaði slatta af fersku kóríander og 1 msk af þurrkaðri basiliku

1 tsk cumin

1 tsk paprika

1 tsk lífrænn nautakraftur (ekki nota þennan í teningunum, hann er svo vondur, frekar þá grænmetiskraft)

1 pakki beikon (sirka 300 g)

Soðið:

50 g smjör

2 msk tamarisósa (eða soyasósa)

1 tsk lífrænn nautakraftur

4-5 dl vatn

Fylling:

Ostur að eigin vali. Ég valdi ostarúllu vegna þess að þá er osturinn mátulega mjúkur að mínu mati og bráðnar vel. Ég hafði hana með beikonbragði sem gaf góða raun en þið farið eftir ykkar smekk. Ég notaði eina og hálfa rúllu.

Sósa:

1 msk smjör

2-3 msk hveiti

allt soðið af kjötinu

4-5 dl matreiðslurjómi

1-2 tsk lífrænn nautakraftur

sulta

salt

Setjið hakkið í stóra skál ásamt restinni af hráefnunum og hnoðið með höndunum. Hleifurinn má ekki vera of blautur en brauðmylsnan á að sjá til þess að svo verði ekki. Setjið 2 msk af ólívuolíu í stórt eldfast mót og smyrjið það að innan með henni. Takið helminginn af kjötinu og mótið það í rúllu í mótinu. Skerið ostarúlluna í sneiðar og raðið ofan á rúlluna. Setjið restina af kjötinu ofan á og lokið vel á hliðunum svo að osturinn haldist inni í.2015-11-15 17.48.37 2015-11-15 17.50.58

Snúið ykkur þá að soðinu. 2015-11-15 17.55.06Bræðið smjörið og hrærið kraftinn og tamarisósuna út í. Hellið soðinu yfir hleifinn. Hluti af því fer ekki inn í kjötið og safnast í botninum á mótinu en þannig á það að vera. Þekið því næst hleifinn með beikonsneiðum. Ég tróð endunum á beikoninu inn undir hleifinn sitthvoru megin svo að það héldist vel. Að lokum bætið þið vatninu við, ekki samt hella því yfir hleifinn heldur meðfram honum. Steikið í 200° heitum ofni í 50-60 mín. Rétt áður en hleifurinn er tilbúinn er gott að byrja á sósunni. Búið til smjörbolluna (þið getið líka þykkt með maizena ef þið viljið það frekar), takið svo mótið úr ofninum og hellið öllu soðinu í því í pottinn. Hrærið vel eða þar til smjörbollan er uppleyst. Bætið þá rjóma út í og hrærið vel. Setjið að lokum kraftinn og smakkið til með sultu og salti.

Setjið hleifinn á stórt bretti og skerið í sneiðir. Berið fram með rótargrænmeti og sósunni og ferskum kryddjurtum ef þið eigið.

2015-11-15 18.46.24     2015-11-15 18.53.03

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s