Bananar í ofni

Ég hef áður lofað banana á þessu bloggi, í annarri bananauppskrift. Þegar ég var í Svíþjóð hjá pabba sem krakki gerði hann oft banana í ofni handa mér í eftirrétt. Hann gaf mér aldrei nammi en ég mátti fá svona banana á hverju kvöldi og sæt lykt af bönunum og kanil minnir mig alltaf á þessa tíma. Við eyddum ómældum tíma í að elda saman og borða saman og það er eitthvað sem ég mun alltaf búa að.

Ég er alltaf á leiðinni að setja inn uppskrift að hjúpuðum bönunum, uppáhaldinu hennar Röskvu minnar, en ég gleymi að kaupa kókosmjólk í hvert skipti sem ég fer í búð. Það kom þó ekki að sök í kvöld, þessi bananar eru betri ef eitthvað er. Ég átti þrjá banana og eina peru sem lágu undir skemmdum svo ég notaði það. Þetta passaði með þeim litla ís sem var eftir í frystinum handa mér og stelpunum mínum tveimur, sem betur fer er konan mín engin eftirréttarkona því að hún hefði ekki fengið neinn í þetta skiptið. Ég átt líka matreiðslurjóma sem var að renna út og notað hann en pabbi notaði aldrei annan vökva en vatn, sem er ekkert síðra.

3 þroskaðir bananar2015-11-24 17.48.26

1 pera

1 1/2 msk púðursykur

1 1/2 msk hunang

1 tsk kanill

1 1/2 dl matreiðslurjómi eða vatn

Þetta er súpereinfalt eins og uppskriftin ber með sér og sá Röskva um að græja þetta. Skerið banana í tvennt og helmingana aftur í tvennt og raðið í mót. Skerið peruna í bita og raðið ofan á. Stráið púðursykri yfir og dreifið hunanginu þar yfir og stráið kanil ofan á allt. Hellið rjómanum/vatni yfir allt og bakið í ofni í 20-30 mín. á 170° með blæstri. Mæli með því að hafa ís með og raspa suðusúkkulaði yfir. Namm.

2015-11-24 18.32.24

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s