Einföld grænmetissúpa

Mér finnst alltaf gaman að elda, hvort sem það tekur langan eða stuttan tíma, en það er alveg nauðsynlegt að geta töfrað fram næringarríka og einfalda máltíð á stuttum tíma. Eins og ég hef áður sagt er ég mikil súpukona og þær verða oftast fyrir valinu, ja bæði þegar ég hef góðan tíma til að elda og stuttan. Í þessa hversdagssúpu fyrir tvo fullorðna og tvö börn fer:

ólívuolía2015-11-24 17.52.35

smjörklípa

1/2  saxaður laukur

2 saxaðir hvítlauksgeirar

2-3 cm af púrrulauk

1/2 paprika

3 litlar rifnar gulrætur

1 l vatn

2 msk lífrænn grænmetiskraftur (eða einn teningur)

1/2 tsk marjoram

1/2 tsk timían

1/2 tsk karrý

1/2 tsk salt

1/4 tsk chillíduft

2 lúkur pasta að eigin vali

1 krukka soðnar kjúklingabaunir, ég nota frá Himneskt en þið getið notað úr dós

rifinn parmesanostur eftir smekk

Hitið ólívuolíu og smjör í potti og bætið lauknum út í. Leyfið honum að malla um stund á lágum hita og setjið svo hvítlaukinn út í. Leyfið þessu að malla á meðan þið skerið papriku og púrrulauk. Ég notaði græna og rauða papriku en þið notið bara það sem þið eigið. Bætið þessu út í og mýkið um stund. Hellið svo einum lítra af vatni í pottinn og bætið við gulrótum og kryddi. Setjið pastað út í og baunirnar og leyfið safanum úr krukkunni að fara með í pottinn. Rífið parmesan út í. Það er ekki nauðsynlegt en gefur gott bragð, ég notaði kannski 1/2 dl. Sjóðið þar til pastað er tilbúið. Gott að bera fram með hrökkbrauði eða ristuðu brauði. Það er ekki nauðsynlegt að hafa pasta í súpunni en það er vinsælt hjá krökkunum. Sjálf reyni ég að borða ekki of mikið af kolvetnum, mér líður betur af því, og tek því pastað úr og sleppi hrökkbrauði eða brauði. Kjúklingabaunirnar eru frábær prótíngjafi og auk þess mjög seðjandi. Þessi súpa rann ljúflega ofan í alla og fékk þá einkunn að vera blogghæf og meira til svo að ég deili henni með ykkur.

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s