Svírðilega einföld og góð kjúklingalæri

Ég er ekkert rosalega hrifin af kjúklingi, nema þeim sem pabbi eldar. Ég þreytist ekki á því að mæra hann á þessu bloggi, hann er einstaklega góður kokkur. Þegar við tölum saman er hann alltaf með eitthvað í pottinum eða í ofninum, þótt hann búi einn eldar hann oft og leikur sér að því að búa til nýja rétti. Svo tölum við um þessa rétti og um daginn sagði ég honum hvað hann væri mér mikill innblástur í eldamennskunni og bað hann að skrifa eitthvað af þessum réttum sínum niður. Það verður fjársjóður sem ég mun varðveita vel.

Ég hefði aldrei trúað því hversu gott er að hafa tómata og mango chutney saman en það kenndi pabbi mér í eitthvert af skiptunum sem hann var í heimsókn hérna. Hann kemur nokkra daga í einu og er í eldhúsinu allan tímann. Ég elska það. Þetta er eins og að fylgjast með atvinnumanni.

Alla vega hef ég þróað minn eiginn fáránlega auðvelda kjúklingarétt út frá hugmyndum pabba. Ég hef aldrei séð hann elda bara kjúklingabringur, eins og við gerum svo mikið á Íslandi. Bæði finnst honum það of dýr matur og ekki nógu góður, hann vill fá safann úr kjúklingnum. Hann kaupir alltaf heila kjúklinga og hlutar þá niður sjálfur og einn daginn mun ég gera það. Þangað til kaupi ég bara læri, þau klikka aldrei, eru ódýr og alltaf safarík.

Við vorum 4 að borða og það eru 3 kjúklingalæri í afgang. Ég mundi miða við 2-3 læri á fullorðinn og 1-2 á barn, fer eftir aldri þeirra. En svo er alltaf í lagi að eiga smá afganga og skella í tortillu daginn eftir.

1 kg kjúklingalæri

2 dósir af niðursoðnum tómötum

1/2 krukka mango chutney (srika 170-200 g)

1 laukur

1 kínverskur hvítlaukur eða 3-4 geirar

2-3 tsk salt

2 tsk cumin

2 tsk kjúklingakrydd

 

Skerið lauk og hvítlauk í sneiðar og hendið í ofnfast mót. Ég er svo heppin að eiga dásamlegan leirpott eða leirfat með loki sem pabbi gaf mér og Hrund í brúðkaupsgjöf, það verður allt betra í því, en það er í góðu að nota eldfast mót. Hellið tómötum og mango chutney út í, þar á eftir kryddum og blandið vel saman með skeið. Smakkið sósuna til, það er snilld að gera það áður en maður setur kjúklingalærin á bólakaf ofan í sósuna.

Mér finnst gott að láta kjúklingalæri malla, þau verða aldrei þurr og áðan voru þau svo meir að kjötið datt af beininu. Ég gleymdi að taka þau úr frysti í gær, sem ég passa mig annars að gera, svo að þau fór frosin inn í ofn. Ég eldaði þau svo í tveimur hollum þar sem við vorum á flandri, í rúman klukkutíma í einu. Ég mæli því að leyfa þeim að malla í góða 2 klukktíma á 130° með blæstri. Ef þið hafið ekki tíma það er í góðu að elda þau við 170-180° á blæstri í klukkustund. Stelpurnar höfðu hrísgrjón og guacamole með en ég bara guacamole. Þið finnið uppskrift að því hér á síðunni.

Lyktin var svo góð og allir svo svangir að við bara réðumst á matinn og ég gleymdi að taka mynd, tók eina aumingjalega í miðri máltíð sem ég læt samt fylgja með. Sósan ofan á er var vel elduð, hún er samt góð þannig og er ekki svona brennd eins og hún lítur út fyrir að vera og mér finnst það bara betra. En ef þið viljið losna við það er gott að hafa álpappír yfir mótinu. Endilega prófið réttinn og segið mér hvað ykkur finnst.

2015-12-06 19.55.22

Enter a caption

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s