Sælgætismolar – rocky road

Sælgæti búið til úr sælgæti er málið. Hef áður lýst yfir litlum áhuga mínum á smákökum en mér finnst gaman að búa til eitthvað svipað þessu. Ég sá uppskrift á Ljúfmeti og lekkerheit (sem ég hef bara minnst sirka 100 sinnum á í eigin bloggfærslum og nei, ég þekki þessa konu ekki neitt) að molum sem heita Rocky Road fyrir einhverjum árum og prófaði og finnst þeir æði. Þeir eru einfaldir í framkvæmd og ótrúlega góðir og hægt að leika sér með innihaldið. Í upprunalegu uppskriftinni eru pistasíukjarnar og 2015-12-15 19.27.44salthnetur en mér finnst pistasíur ekki góðar svo ég nota aðra tegund af hnetum eða meira af salthnetum. Ég nota svo alltaf suðusúkkulaði frá Heima. Það er ódýrast og kemur alltaf vel út, en auðvitað má kaupa eitthvað meira gæðasúkkulaði. Uppskriftin hér að neðan er í grunninn uppskriftin inni á Ljúfmeti en með mínu tvisti, tvistið er svo ólíkt í hvert skipti sem ég geri góðgætið.

600 g dökkt súkkulaði að eigin vali

1 poki Dumle karamellur

2 lúkur af litlum sykurpúðum (eða stórum klipptum niður) eða kassi af Lindubuffum

150-200 g salthnetur eða blanda af þeim og öðrum hnetum eða þeim og pistasíukjörnum

2015-12-15 18.05.40Ég hef hvergi fengið sykurpúða undanfarið svo ég sleppti þeim. Eða ég leitaði í Bónus og Rangá og nennti ekki á fleiri staði. Ég keypti bara kassa af Lindubuffum. Ég átti líka aðeins salthnetur svo ég notaði engar aðrar hnetur en það er ekkert síðra. Ég tímdi líka bara að kaupa 1 poka af Dumle karamellum þótt það séu 2 pokar í uppskriftinni inni á Ljúfmeti, með Lindubuffum er einn poki alveg nóg.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og látið kólna smá. Skerið á meðan karamellurnar í tvennt og Lindubuffin í bita og setjið í skál. Hellið salthnetunum út í skálina og súkkulaðinu þar yfir og blandið vel saman.

Setjið smjörpappír í stórt mót og hellið blöndunni í það. Kælið góða stund og skellið svo á bretti þegar blandan er storknuð og skerið í bita. Hrikalega gott.

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s