Kjúklingasúpa með kókosmjólk

Ég hef sagt það billjón sinnum, ég gæti lifað á súpum, og auðvitað skellti ég í eina súpu í síðustu viku. Mig langaði í súpu með kókosmjólk, hún gefur svo gott bragð og fyllingu en er léttari í maga en rjómi. Og svo er ég að æfa mig að ofelda ekki kjúkling svo ég geti farið að fíla hann almennilega.

Ég ætla að byrja á því að sýna ykkur mynd af uppáhalds kraftinum mínum, það er hægt að fá grænmetis,-kjúklinga- og nautakjötskraft. Þeir gefa virkilega gott bragð og eru lausir við öll aukaefni. Það er alveg lygilegt að lesa innihaldið í venjulegum súputeningum sem eru þar að auki stútfullir af geri. Oft ég á bara pening til að kaupa mér eina tegund af krafti og þá geri ég það, oftast vel ég þá nautakraftinn því að venjulegu teningar eru að mínu mati vondir. Tékkið á þessu. Þetta fæst meðal annars í Heilsuhúsinu.

2016-01-08 18.31.44

Hér er svo uppskriftin að súpunni. Súpan er fyrir 3-4 fullorðna, dugir vel fyrir 2 fullorðna og 2 börn:

250 g kjúklingur, bringur eða filé

1 laukur

1 kínverskur hvítlaukur

2 cm bútur af fersku engifer

1 tsk karrýmauk

1 búnt vorlaukur

2 gulrætur

1 dós kókosmjólk

8 dl vatn

2 msk lífrænn kjúkingakraftur (eða 1 teningur)

2 tsk lífrænn grænmetiskraftur (1/2 teningur)

2 tsk tamarisósa

1 tsk karrý

væn skvetta af límónusafa

1 tsk sykur (eða annað sætuefni)

Saxið lauk og hvítlauk og steikið við vægan hita í ólívuolíu í potti.  Blandið karrýmaukinu saman við og njótið ilmsins. Karrýmauk gefur mjög gott bragð og fæst í nokkrum tegundum í Bónus. Ég nota það í marga rétti og mæli með því en ef þið eigið það ekki til getið þið sett örlítið meira karrý staðinn. Rífið gulrætur og engifer og bætið út í.

Saxið vorlauk en skiljið eftir sirka 5 cm búta af græna hlutanum. Bætið lauknum við, blandið kryddum saman við og látið malla um stund eða þar til grænmetið hefur mýkst.

2016-01-08 18.29.44

Hellið kókosmjólkinni út í og bætið vatninu við. Ég læt alltaf vatn renna í áldósina til að fá allan vökvann innan úr henni, það eru þá tvær fullar dósir  af vatni. Kreistið límónusafa út í, kannski úr 1/4 af límónu, hleypið suðunni upp og látið sjóða í 10 mín.

Á meðan súpan sýður er tíminn nýttur til að skera kjúklinginn í litla bita. Þegar súpan hefur mallað í 10 mín. er hún svo maukuð með töfrasprota. Það er ekki nauðsynlegt en mér finnast þykkar og matarmiklar súpur svo góðar. Bætið því næst kjúklingnum við og restinni af vorlauknum. Mér finnst gott að hafa hluta af honum ekki eins mikið soðinn og ekki maukaðan,  þess vegna set ég hann út í í restina, svo gefur það súpunni líka fallegan lit, en það er bara ég.

Leyfið kjúklingnum að sjóða í 10 mín., það á að vera alveg nóg en fer eftir stærð kjúklingabitanna. Smakkað súpuna til með tamarisósu eða salti.

Ég kreisti lime yfir súpuna mína, bætti við rifnum hvítlauksosti og pipraði vel. Himneskt.

2016-01-08 19.18.28

 

 

 

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s