Sítrónukaka með hnetusmjörskremi

Heima hjá mér eru sítrónukökur í algjöru uppáhaldi. Ég á eina dásamlega kökubók með uppskriftum úr Gestgjafanum og nota hana óspart og þar fann ég góða uppskrift að sítrónuköku sem ég nota oft. Ég mæli líka með sítrónukökunni sem er að finna á blogginu Ljúfmeti og lekkerheit og svo þessari að neðan sem ég fann inni á gott í matinn. Alveg hreint unaðslega góð, sérstaklega ef þið fílið hnetusmjör. Ég er ekki mikil rjómakona en mér finnst möst að þeyta rjóma með sýrópi eins og höfundur stingur upp, það er alveg punkturinn yfir i-ið. Hérna komist þið beint inn á uppskriftina en ég skellti henni líka inn hér ásamt mynd af síðustu kökunni sem ég bakaði: http://www.gottimatinn.is/matarblog/erna-sverrisdottir/laxabitar-undir-blomkalsostathaki-og-mjuk-sitronukaka-med-hnetusmjorskremi/193

Svo vil ég bæta við, af því að ég var lengi að verða flink að baka, ég hef eldað í mörg ár en bakað í örfá, að það verður að láta svona formköku kólna alveg áður en maður tekur hana úr forminu, þá helst hún þétt og í heilu lagi. Ég nota alltaf sílikonform úr Kokku, mér finnst það langbestu sílikonformin, og þetta gengur ef ég kæli kökuna vel. Það gildir líklega annað ef þið notið álform og setjið smjörpappír í.

Sítrónukaka með hentusmjörskremi

3 egg

2 ½ dl sykur

3 ½ dl hveiti

1 tsk lyftiduft

150 g smjör, brætt og kælt

fínrifinn börkur af einni sítrónu

 

Hnetusmjörskrem:

 

1 ¼ dl flórsykur

1 ¼ dl hnetusmjör

40 g smjör

½ tsk vanilludropar

½ dl rjómi

 

Meðlæti, má sleppa:

þeyttur rjómi með smá sýrópi

 

1.     Stillið ofninn á 175°.

2.     Hrærið saman eggjum og sykri þar til létt og ljóst. Setjið hin hráefnin saman við. Hrærið stutta stund. Setjið í formkökuform klætt bökunarpappír og bakið neðarlega í ofninum í u.þ.b. 30-40 mínútur. Látið kökuna kólna aðeins áður en þið setjið kremið á.

Krem, aðferð: 
Hrærið saman fyrstu fjórum hráefnunum sem eiga að fara í kremið þar til mjúkt og án kekkja. Setjið rjómann saman við og hrærið örstutt. Smyrjið ofan á kökuna. Gott að bera fram með þeyttum rjóma sem örlítið síróp hefur verið sett saman við.

2016-01-17 18.31.08

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s