Eggjakaka með allskonar

Egg eru auðvitað best í heimi, algjör snilldarfæða. Ómissandi í bakstur og gott carbonara, æðislegur morgunmatur og milimál, bara hvað sem er. Eggjakökur eru því augljóslega snilld líka. Ég hafði eggjöku í kvöldmat í gær, eldaði hana í þetta sinn í ofni í sílikonformi, mun aldrei gera það öðruvísi hér eftir:

Eggjakakan sjálf, fyrir 62016-01-21 18.35.53

  • 6 egg
  • 2 msk sýrður rjómi
  • 2 msk kotasæla
  • rifinn parmesan

 

Fylling

Hér er um að gera að nota hvað sem hugurinn girnist og endilega nýta afganga af  t.d. kjúkling, hakki eða nota skinku, pylsur, beikon. Það er líka hægt að setja með soðnar kartöflur. Ég sleppi oft öllu kjötmeti og nota alltaf bara það grænmeti sem er til í ísskápnum. Ég notaði í þetta skiptið:

  • 1/2 rauðlauk
  • 1 kínverskan hvítlauk, sirka 3-4 hvítlauksrif
  • 1/2 papriku
  • bréf af kalkúnaskinku
  • tvær afgangspylsur
  • nokkrar lúkur af spínati

 

Hrærið saman egg, kotasælu og sýrðan rjóma, rífið parmesan út í og kryddið með kryddum sem ykkur finnst góð. Saxið niður grænmeti og kjöt og steikið á pönnu í olíu og jafnvel smá smjöri þar til allt hefur mýkst. Hellið fyllingunni í botninn á eldföstu móti og ef ykkur finnst fetaostur góður mundi ég skelli honum ofan á, áður en þið hellið eggjunum yfir.

 

Hellið því næst eggjahrærunni yfir allt saman og rífið ost yfir. Ég skar líka niður tómata og dreifði yfir ostinn. Bakið í ofni við 200C° í 20 mín. Ég borðaði mína eggjaköku með spínati, gúrku og tómatpestói. Hrikalega gott. Kakan rann vel ofan í alla fjölskyldumeðlimi (tvö börn, tveir fullorðnir) og svo gaf ég mömmu afgang fyrir hana og bróður minn. Ekki slæmt.

2016-01-21 19.34.35

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s