Bjórkjúklingur í ofni

Ég á í ástar- og haturssambandi við kjúkling. Hann getur verið svo góður og líka svo vondur. Ég var grænmetisæta í nokkur ár og mér fannst alveg hrikalega erfitt að elda kjúkling þegar ég fór að borða kjöt aftur, fannst hann ógeð. En pabbi hefur sýnt mér réttu taktana, það er svo gaman að fylgjast með honum matreiða kjúkling og ég veit ekki betri mat en kjúklingaréttina hans. Hann hefur nú samt aldrei gert bjórkjúlla, latinokallinn stússar ekkert í svoleiðis, en þið þekkið þessa eldunaraðferð örugglega flest.

Ég átti afmæli á páskunum í fyrra, eins og svo oft þar sem ég er fædd á skírdag, og var svo lánsöm að vera með stórfjölskyldunni í bústað. Þar grillaði ég tvo bjórkúlla sem voru svaðalega safaríkir og góðir. Ég læt mig dreyma um gott grill úti á svölum heima en þangað til sá draumur rætist geri ég bara bjórkúlla í ofni. Súpereinfalt og gott. Þessi kjúklingur var einstaklega góður, enda frá Litlu gulu hænunni, tengdamamma mín var svo yndisleg að færa mér kjúkling frá þeim í frystikistuna mína.

 

  • Heill kjúklingur (ég var með 1,2 kíló)2016-01-24 12.58.45
  • 1 lítill bjór
  • sítróna
  • laukur
  • hvítlaukur
  • rótargrænmeti að eigin vali
  • krydd eftir smekk
  • ólívuolía

 

 

 

Ég skar niður tvo rauðlauka, einn kínverskan hvítlauk, heila poka af gulrótum og hálfa sæta kartöflu og setti í botninn á leirfatinu mínu góðu. Ég hellti smá ólívuolíu yfir og kryddaði með salti og pipar og rósmarín.

Ég bjó svo til kryddmauk í lítilli skál, var með salt, pipar, rósmarín, kjúklingakrydd og steikarkrydd. Setti nokkra dropa af ólívuolíu út í og smurði kjúllann vel að innan og utan með blöndunni. Ég setti svo hvítlauksrif og tvo sítrónubáta inn í bossann á honum.

Ég nota bjór fyrir svona kjúlla en það má líka nota til dæmis eplasafa. Ég skar ofan af lítilli dós af bjór og setti hvítlauksrif og sítrónu í botninn og fyllti svo dósina með bjór. Með hjálp spúsu minnar kom ég svo kjúklingum fyrir ofan á dósinnni í leirpottinum. Þið getið notað leggina til stuðnings og komið grænmetinu fyrir í kring, þá stendur kjúklingurinn alveg.

 

 

Ég undirbjó kjúklinginn í hádeginu og skellti mér svo í sund í hagléli og roki, dásamlegt. Spúsan hitaði ofninn og setti kjúklinginn svo inn í hann einum og hálfum tíma áður en við ætluðum að borða. Kjúklingur þarf 45-60 mín. á kílóið í 170°C heitum ofni. Ég nota alltaf kjöthitamæli til að athuga hvort hann er gegnsteikur, kjarnhitinn þarf að vera 70°C.

Safinn lak úr kjúklingnum þegar við skárum hann, hann eldast fullkomlega með þessum hætti. Við höfðum svo rótargrænmetið með og soðið sem safnaðist í botninn og auðvitað guacamole, það er ómissandi.

 

Það var svo mátulega mikið í afgang í kvöldmat einu sinni enn svo ég ætla að steikja restina á pönnu á eftir og vefja inn í heilhveititortillu með grænmeti, salsa og sýrðum rjóma. Namm.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s